Virgil Abloh látinn

Virgil Abloh var vel þekktur innan hönnunarsenunar og vann síðast …
Virgil Abloh var vel þekktur innan hönnunarsenunar og vann síðast sem listrænn stjórnandi fyrir karlalínu Louis Vuitton. AFP

Hönnuðurinn og stofnandi Off-White, Virgil Abloh, er látinn 41 árs að aldri eftir rúmlega tveggja ára baráttu við krabbamein. Þessu er greint frá á Instagram-reikningi Ablohs.

Abloh var vel þekktur innan hönnunargeirans og er af mörgum talinn einn áhugaverðasti listræni stjórnandi 21. aldarinnar. Árið 2018 var hann ráðinn listrænn stjórnandi karlalínu Louis Vuitton.

Hann vann á ferli sínum mikið með Kanye West, meðal annars við vinsæla vörumerkið Yeezy og við plötuna Watch the Throne, sem West gerði ásamt rapparanum Jay-Z.

Öðrum mikill innblástur

Andlát hans kemur mörgum í opna skjöldu, en hann kaus að halda veikindunum utan sviðsljóssins. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn.

„Virgil var drifinn áfram af tileinkun sinni að iðngreininni og vegferðinni í að opna dyr fyrir aðra listamenn og stuðla að frekari jöfnuði í listsköpun og hönnun,“ segir í færslunni. Hann hafi tileinkað lífi sínu listsköpun og trúað því heilshugar að listin gerði heiminn að betri stað.

Færslan í heild sinni:

View this post on Instagram

A post shared by @virgilabloh



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar