Kári einlægur í ástarljóði til Valgerðar

Kári Stefánsson er einlægur í ástarljóði sínu til Valgerðar Ólafsdóttur, …
Kári Stefánsson er einlægur í ástarljóði sínu til Valgerðar Ólafsdóttur, eiginkonu sinnar sem lést hinn 11. nóvember. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hljómsveitin Hjálmar gaf út nýtt lag í samstarfi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í dag. Ljóðið ber titilinn Kona í appelsínugulum kjól og samdi Kári það til eiginkonu sinnar Valgerðar Ólafsdóttur heitinnar, en hún lést fyrr í nóvember. 

Ljóðið samdi Kári í tilefni af 70 ára afmæli Valgerðar og flutti það fyrrir hana á afmælisdaginn. Hún lést rúmum mánuði seinna. Lagið við ljóð Kára samdi Þorsteinn Einarsson í Hjálmum. 

Brot úr ljóði Kára:

Þú ert ennþá ilmur blóma

ennþá sveipuð skærum ljóma

seiðandi bjartrar sumarnætur

sem mér ávallt finnast lætur

að friðurinn sé hér.

Úr mínu gamla höfði og hjarta

hrekur burtu myrkrið svarta

kveikir ljós

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup