Trump segir Meghan vera að nota Harry

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sakaði Meghan hertogaynju af Sussex um að vera nota Harry Bretaprins. Þá sagði hann Meghan einnig hafa komið fram af óvirðingu við Elísabet II Bretlandsdrottningu. 

Trump fór um víðan völl í viðtali við Nigel Farage sem fór fram í Flórída í Bandaríkjunum. Þar sagði Trump, líkt og hann hefur sagt í fyrri viðtölum, að hann væri ekki aðdáandi hertogaynjunnar.

„Ég er ekki aðdáandi hennar. Ég hef ekki verið það frá upphafi. Ég tel Harry hafa verið notaðan á skelfilegan hátt og að einn daginn muni hann sjá eftir þessu,“ sagði Trump og bætti við að hjónabandið hafi eyðilagt samband hans við fjölskylduna og sært drottninguna. 

„Hún er að reyna að gera hluti sem eru mjög óviðeigandi. Ég held að hún hafi sýnt konungsfjölskyldunni, og þá sérstaklega drottningunni mikla vanvirðingu,“ sagði Trump spurður hvað honum fyndist um að hertogaynjan hafi sent þingmönnum í Bandaríkjunum bréf.

Ummæli Trumps um Meghan eru margt um þau sömu og hann lét falla í viðtali í september árið 2020. Þá hnýtti hann í Meghan og Harry vegna þess að þau sýndu Joe Biden stuðning í forsetakosningunum 2020. 

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson