Dómsmál Meghan Markle gegn Mail on Sunday heldur áfram. Markle bar sigur úr bítum í nýjustu viðureigninni en Associated Newspapers vildu réttarhöld um lögmæti þess að birta bréf Markle til föður síns. Því hefur verið hafnað. BBC greinir frá.
Dómstólar höfðu áður dæmt Markle í hag en því var áfrýjað til æðri dómstóls. Nú er aftur búið að dæma Markle í hag í ljósi laga um einkalíf og höfundarrétt.
Meghan sem er gift Harry Bretaprins höfðaði máli gegn útgáfu blaðsins fyrir að birta kafla úr bréfi sem hún skrifaði til föður síns. Bréfið skrifaði hertogaynjan árið 2018 en það birtist í nokkrum greinum árið 2019.
Lögfræðingar Markle hafa sagt að bréfin hafa verið svo persónuleg að það var alltaf ljóst að þeim var aldrei ætlað augum almennings. Dómarar í málinu voru sama sinnis, bréfin ættu ekki erindi til almennings.