Væri ekki hér án hans

Nicole Kidman talar vel um eiginmann sinn Kieth Urban.
Nicole Kidman talar vel um eiginmann sinn Kieth Urban. AFP

Nicole Kidm­an er alltaf dug­leg að tala vel um eig­in­mann sinn, sveita­söngv­ar­ann Keith Ur­ban. Á frum­sýn­ingu mynd­ar­inn­ar Being the Ricar­dos sagði hún eig­in­mann sinn vera klett­inn sinn en Kidm­an og Ur­ban hafa verið gift í 15 ár. 

„Ég meina, í hrein­skilni sagt þá væri ég ekki hérna án hans. Svo ég segi það með ótrú­legri ást og þakk­læti að hann er klett­ur­inn minn. Hann er mér allt,“ sagði Kidm­an um eig­in­mann sinn í viðtali á vef ET. 

Hjón­in sem eiga sam­an tvær dæt­ur héldu upp á 15 ára brúðkaup­saf­mæli sitt í sum­ar sem telst nokkuð af­rek í Hollywood. 

„Ég var stödd á gala­kvöldi með syst­ur minni í Los Ang­eles og við heilluðumst báðar af hon­um þarna. Hann hélt ræðu þetta kvöld um móður sína og var svo ein­læg­ur. Það var þá sem hann fangaði augu mín. Syst­ir mín hallaði sér að mér og sagði: Jæja, það ger­ist ekki mikið betra en þetta,“ sagði Kidm­an um hvernig hún kynnt­ist hon­um í viðtali við Harper's Baaz­ar í haust. 

Kidm­an sagði í sama viðtali að þau væru ólík en mála­miðlan­ir væru lyk­ill­inn að far­sælu hjóna­bandi. 

„Það er þrot­laus vinna að vera í hjóna­bandi. Við erum alltaf að vinna okk­ur í gegn­um eitt­hvað. Það er hluti af ást­inni. Maður þarf að gefa og taka þegar maður er ást­fang­inn og ég vil að maður­inn minn fái allt það besta út úr líf­inu og hann vill mér það sama.“

Kieth Urban og Nicole Kidman árið 2017.
Kieth Ur­ban og Nicole Kidm­an árið 2017. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það er skapandi titringur í loftinu. Fólk reynir að draga úr þér kjark og athugasemdir þess staðfesta þínar verstu grunsemdir um sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
3
Torill Thorup
4
Ívar Örn Katrín­ar­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það er skapandi titringur í loftinu. Fólk reynir að draga úr þér kjark og athugasemdir þess staðfesta þínar verstu grunsemdir um sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
3
Torill Thorup
4
Ívar Örn Katrín­ar­son
5
Sofie Sar­en­brant