Reggítónlistarmaðurinn áhrifamikli, Robbie Shakespeare, er látinn, 68 ára að aldri.
Shakespeare, sem var frá Jamaíka, var annar helmingur dúósins Sly and Robbie. Hann lést í Flórída þar sem hann hafði nýlega gengist undir nýrnaaðgerð.
Reggae legend Robbie Shakespeare has died at age 68. Alongside drummer Sly Dunbar, he played with everyone from Black Uhuru to Bob Dylan https://t.co/d5AqstujMP
— Rolling Stone (@RollingStone) December 8, 2021
Bassaleikarinn og upptökustjórinn, sem meðal annars starfaði með Bob Dylan og Grace Jones, gjörbylti á ferli sínum hljómi reggítónlistar, að því er BBC greinir frá.
Olivia Grange, menningarmálaráherra Jamaíka, tilkynnti dauða hans og sagði að Shakespeare hefði verið einn af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar.
„Sly and Robbie fóru með bassa- og trommuleik á hæsta stig þegar þeir gerðu tónlist fyrir sig sem hljómsveit og einnig fyrir aðra tónlistarmenn bæði heima og erlendis,“ sagði hún í yfirlýsingu.