Robbie Shakespeare er látinn

Bassaleikarinn Robbie Shakespeare er látinn.
Bassaleikarinn Robbie Shakespeare er látinn. Ljósmynd/Wikipedia.org

Reggítónlistarmaðurinn áhrifamikli, Robbie Shakespeare, er látinn, 68 ára að aldri.

Shakespeare, sem var frá Jamaíka, var annar helmingur dúósins Sly and Robbie. Hann lést í Flórída þar sem hann hafði nýlega gengist undir nýrnaaðgerð.

Bassaleikarinn og upptökustjórinn, sem meðal annars starfaði með Bob Dylan og Grace Jones, gjörbylti á ferli sínum hljómi reggítónlistar, að því er BBC greinir frá.

Olivia Grange, menningarmálaráherra Jamaíka, tilkynnti dauða hans og sagði að Shakespeare hefði verið einn af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar.

„Sly and Robbie fóru með bassa- og trommuleik á hæsta stig þegar þeir gerðu tónlist fyrir sig sem hljómsveit og einnig fyrir aðra tónlistarmenn bæði heima og erlendis,“ sagði hún í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup