Stofnandi Bronski Beat látinn

Steve Bronski, einn stofnenda Bronski Beat, er látinn.
Steve Bronski, einn stofnenda Bronski Beat, er látinn. Ljósmynd/Twitter

Skoski tónlistarmaðurinn Steve Bronski er látinn 61 árs að aldri. Bronski var einn þriggja stofnenda hljómsveitarinnar Bronski Beat og spilaði á hljómborð í sveitinni sem náði miklum vinsældum á níunda áratugnum. 

Bronski stofnaði sveitina árið 1983 ásamt Jimmy Somerville og Larry Steinbachek. Þeirra þekktasta lag voru Smalltown Boy, Why? og ábreiða af lagi Donnu Summer, I Feel Love. 

Somerville heiðraði minningu félaga síns á Twitter og sagði hann hafa verið mjög hæfileikaríkan mann. Somerville sagði skilið við sveitina og stofnaði The Communards.

Bronski Beat starfaði til ársins 1995. Þá tók hljómsveitin sér hlé til ársins 2016 og starfaði í tvö ár en þá var Bronski eini stofnmeðlimur sveitarinnar sem var eftir. Steinbachek lést árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar