Aldrei liðið betur með nýja kærastanum

Olivia Wilde
Olivia Wilde AFP

Leikkonunni og leikstjóranum Oliviu Wilde hefur aldrei liðið betur en einmitt núna. Þá segist hún aldrei verið heilbrigðari og að það sé yndislegt að finna það. Hún prýðir forsíðu bandarísku útgáfu tímaritsins Vogue í janúar.

Wilde er í sambandi með tónlistarmanninum Harry Styles og hafa þau verið saman í um ár núna. Kynntust þau við tökur á kvikmynd hennar Don't Worry Darling en en hún er tíu árum eldri en Styles. Þau hafa lítið tjáð sig um sambandið opinberlega.

Þegar hún var spurð hvort hún vildi eitthvað tjá sig um tíu ára aldursmuninn við Vogue sagði hún það freistandi að reyna að rétta við hvernig sagt er frá sambandinu. 

„En ég held að þegar maður er virkilega hamingjusamur, þá áttar maður sig á því að það skiptir ekki máli hvað ókunnugu fólki finnst um þig. Eina sem skiptir þig máli er það sem er raunverulega, það sem þú elskar og þeir sem þú elskar,“ sagði Wilde. 

„Égt er hamingjusamari en ég hef nokkurn tíman verið. Og heilsuhraustari en nokkurn tíman áður, og það er bara yndislegt að finna það,“ sagði Wilde. 

Wilde var áður gift leikaranum Jason Sudeikis og eiga þau saman tvö börn.

Harry Styles.
Harry Styles. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup