Ljósum prýdd jólalest Coca-Cola leggur af stað frá Stuðlahálsi kl. 17:00, laugardaginn 11. desember í ár en þaðan ferðast hún um helstu hverfi höfuðborgarinnar og nærsveita áður en hún snýr aftur heim.
„Því miður mun Jólalestin ekki stoppa á völdum stöðum í ár vegna sóttvarna, en að venju hafa stórir hópar fólks á öllum aldri safnast saman á þeim stöðum. Við vonumst þó til að geta endurvakið þá hefð á að ári“ segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola á Íslandi og segir það einlæga von alls starfsfólks að sem flestir eigi gleðileg og sóttfrí jól.
Jólalestin er mikið sjónarspil og keyrir um höfuðborgarsvæðið með skemmtileg jólalögum í fylgd bæði lögreglu og Hjálparsveit Skáta, sem tryggja að allt gangi vel fyrir sig. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir því til fólks að sýna aðgát og koma ekki of nálægt lestinni.
Það er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra fjölskyldna að fylgjast með Jólalestinni. Í ljósi aðstæðna hvetur Coca-Cola landsmenn til að fylgjast með lestinni í góðri fjarlægð og verður því hægt að fylgjast með staðsetningu lestarinnar í rauntíma á www.jolalestin.is.
„Það er ekki bara jólalestin sem kemur til landsmanna á ári hverju heldur einnig hin klassíska jólaauglýsing Coca-Cola, „Holidays are coming” en hún kemur ófáum í jólagírinn og hefur verið sýnd í sjónvarpi á Íslandi á hverju ári síðan 1995, og munum við að sjálfsögðu halda í þá hefð,“ segir Einar Snorri.
„Við gerum þó ávallt eitthvað nýtt í bland og jólaauglýsing Coca-Cola í ár færir okkur fallega jólasögu um fólkið í blokkinni og hvernig jólin geta verið töfrandi, ef við njótum þeirra saman.“