Michael Nesmith, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar The Monkees, er látinn. Í tilkynningu frá fjölskyldu hans segir að Nesmith hafi látist í morgun á heimili sínu, umkringdur ástvinum og fjölskyldu. BBC greinir frá andlátinu.
Félagi Nesmith úr Monkees, Micky Dolenz, minnist Nesmith í tísti: „Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að eyða síðustu mánuðum með Nesmith í að gera það sem við gerðum best, syngja, hlæja og fíflast.“ Þeir félagar voru á tónleikaferðalagi nú síðast í nóvember.
Monkees urðu heimsfrægir á sjöunda áratug síðustu aldar en hljómsveitin var upprunalega sett saman til þess að spila undir tónlist fyrir samnefndan sjónvarpsþátt. Spilaði hljómsveitin þá í fyrstu lög sem voru samin sérstaklega fyrir þá.
Fjórmenningarnir sem mynduðu hljómsveitina, Michael Nesmith, Micky Dolenz, Peter Tork og Brit Davy Jones, tóku málin í sínar hendur og hófu að semja sína eigin tónlist og urðu heimsfrægir fyrir vikið.