Söngvari The Monkees látinn

Michael Nesmith á góðri stundu með gítarinn að vopni.
Michael Nesmith á góðri stundu með gítarinn að vopni. AFP

Michael Nesmith, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar The Monkees, er látinn. Í tilkynningu frá fjölskyldu hans segir að Nesmith hafi látist í morgun á heimili sínu, umkringdur ástvinum og fjölskyldu. BBC greinir frá andlátinu.

Félagi Nesmith úr Monkees, Micky Dolenz, minnist Nesmith í tísti: „Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að eyða síðustu mánuðum með Nesmith í að gera það sem við gerðum best, syngja, hlæja og fíflast.“ Þeir félagar voru á tónleikaferðalagi nú síðast í nóvember.

Hófu að semja eigin tónlist

Monkees urðu heimsfrægir á sjöunda áratug síðustu aldar en hljómsveitin var upprunalega sett saman til þess að spila undir tónlist fyrir samnefndan sjónvarpsþátt. Spilaði hljómsveitin þá í fyrstu lög sem voru samin sérstaklega fyrir þá.

Fjórmenningarnir sem mynduðu hljómsveitina, Michael Nesmith, Micky Dolenz, Peter Tork og Brit Davy Jones, tóku málin í sínar hendur og hófu að semja sína eigin tónlist og urðu heimsfrægir fyrir vikið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup