Læknar Elísabeta II Bretlandsdrottningar hafa gefið henni leyfi til að halda aðventuveislu fyrir fjölskyldu sína að heimili hennar í Windsor kastala nú fyrir jólin. Drottningin hélt veisluna ekki á síðasta ári vegna heimsfaraldursins. Þá mun hún einnig geta boðið fjölskyldunni heim til Sandringham um jólin.
Breska konungsfjölskyldan gat ekki haldið jólin saman að Sandringham á síðasta ári vegna heimsfaraldursins og voru þau Elísabet og eiginmaður hennar Filippus hertogi af Edinborg bara tvö í Sandringham síðustu jól.
Í ár var það ekki faraldurinn sem hefði getað komið í veg fyrir árlega aðventuveislu drottningarinnar heldur heilsa hennar. Hefur drottningin aðeins sinnt léttum störfum undanfarnar vikur eftir að hafa tekið sér stutt veikindaleyfi. Læknar hennar meta það svo að hún geti þó haldið jólaboðið og jafnvel komið opinberlega fram einu sinni fyrir jólin.
Hefur drottningin ekki komið opinberlega fram síðan í október þó höllin hafi birt af henni myndir að taka á móti gestum í Windsor.