Vissi ekki að fólk væri að deyja

Travis Scott segist ekki hafa tekið eftir því að eitthvað …
Travis Scott segist ekki hafa tekið eftir því að eitthvað væri að á tónleikunum. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Travis Scott segist ekki hafa verið meðvitaður um að tónleikagestir á tónleikum hans væru í vandræðum á meðan hann stóð uppi á sviði á Astroworld tónlistarhátíðinni í Texas í síðasta mánuði. 

„Ég staldraði við nokkrum sinnum, en að lokum heyrir maður bara tónlist,“ sagði Scott í sínu fyrsta viðtali eftir tónleikana. 

Tíu manns létust í troðningi við sviðið á tónleikunum sem fóru fram hinn 5. nóvember í Houston borg. 

Fjöldi hefur höfðað mál gegn tónlistarmanninum í kjölfarið. Hefur hann boðist til að borga útfararkostnað fórnarlambanna en helmingur fjölskyldna þeirra hefur afþakkað boðið. 

Scott segist ekki hafa vitað hvað gerðist á tónleikunum fyrr en á blaðamannafundi eftir tónleikana. „Á þeim tímapunkti var ég bara, bíddu, ha? Það líður yfir fólk, og það gerast hlutir á tónleikum, en eitthvað svona,“ sagði Scott. 

Spurður hvernig honum liði með það sem gerðist og hvernig hann væri að takast á við afleiðingarnar sagðist hann enn vera að meðtaka allt. 

„Ekkert svona hefur nokkurn tíman gerst. Í lok dags eru þessir aðdáendur fjölskyldan þín. Þannig þér líður eins og þú hafir misst eitthvað,“ sagði Scott. 

Einn af þeim sem létust var níu ára drengur að nafni Ezra Blount en hann lést af sárum sínum, níu dögum eftir tónleikana. Hin látnu eru á aldrinum níu til 27 ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup