Fór á dýptina hjá Drew Barrymore

Machine Gun Kelly talaði opinskátt um líðan sína í spjallþættinum …
Machine Gun Kelly talaði opinskátt um líðan sína í spjallþættinum hjá Drew Barrymore. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly lakkaði neglurnar á leikkonunni og þáttastjórnandanum, Drew Barrymore, í beinni útsendingu þegar hann var gestur í spjallþætti hennar á dögunum. Í þættinum töluðu þau um heima og geima og deildu djúpum tilfinningum með hvort öðru og áhorfendum í sal. 

Machine Gun Kelly gaf nýverið út naglalakka línu í samstarfi við snyrtivöruframleiðandann UN/DN LAQR og lakkaði hann neglur Barrymore með pastel grænum lit úr línunni og gerði það listavel. Daily Mail greinir frá.

Langar ekki alltaf að brosa

Á meðan hann lakkaði hverja nögl fyrir sig talaði hann um líðan sína gagnvart frægðinni. „Það er erfitt að vera svona berskjaldaður,“ sagði Machine Gun Kelly. „Ég hef oft séð myndir af mér skælbrosandi á dögum sem mér hefur ekki langað til að brosa. Mér líður ekki vel alla daga og ég er orðinn leiður á því að þurfa að brosa á þeim dögum sem mig langar ekki til þess,“ sagði hann jafnframt. 

„Margt af því sem ég geri er gert fyrir annað fólk. Ég hef því miður ekki alltaf gefið mér tíma til að sætta mig við að það er allt í lagi að vera ekki alltaf alveg í lagi,“ útskýrði MGK og vildi beina orðum sínum til þeirra sem glíma við geðræn vandamál af einhverjum toga.

Drew Barrymore tók í sama streng og horfði aðdáunarverðum augum á gest sinn. „Þetta hljómar kannski perralega en mér líkar svo miklu betur við þig. Ég er að meina það,“ sagði hún og opnaði sig upp á gátt með sambærileg vandamál eftir að hún skildi við fyrrverandi eiginmann sinn, Will Kopelman, árið 2016. 

Brot úr þættinum má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup