Hlustaðu á sigurlag Birkis

Birkir Blær fór með sigur af hólmi í sænsku Idol-keppninni eftir úrslitaviðureign í Avicii-höllinni í Stokkhólmi í kvöld.

Á móti Birki í úrslitunum var hin 23 ára Jacqline Mossberk Mounkassa frá Stokkhólmi en saman sungu þau lagið The Days eftir Avicii í mynningu um tónlistarmanninn, sem lést árið 2018, en höllin er nefnd eftir honum.

Hélt að hún myndi vinna

Við tók þriggja lota viðureign. Í fyrri tveimur tók Birkir lögin All I Ask eftir Adele og It's A Man's World með James Brown og Jacqline lögin Industry Baby með Lil Nas X og Jack Harlow, þar sem hún lagði allt í sölurnar ásamt dönsurum og „rappaði í fyrsta skipti“ að eigin sögn. Hún tók síðan lagið God is A Woman með Ariönu Grande.

Þriðja og síðasta lag þeirra beggja var lagið Weightless en það lag var sérstaklega samið fyrir keppnina. Þótti flutningur þeirra beggja sannfærandi en Birkir bar af að mati sænskra áhorfenda.

„Hún er frábær listamaður,“ er haft eftir Birki um Jacqline á vef sænska ríkisútvarpsins SVT. „Raunar hélt ég að hún myndi vinna.“

Það má með sanni segja að Birkir hafi farið sigurför í Svíþjóð eftir að keppnin hófst en honum hefur verið líkt við stórstjörnur á borð við Beyonce og Ed Sheeran, segir í umfjöllun SVT.

Gaf út lagið strax eftir keppnina

Lagið Weightless var strax gefið út í kjölfar keppninnar í flutningi Birkis og hægt er að streyma því á Spotify-síðu hans. 

Þar má einnig hlusta á meira efni úr smiðju Birkis, meðal annars plötuna Patient sem hann gaf út á síðasta ári.

Búast má við meira efni frá Birki, enda tónlistarmaður á uppleið, en hann hlaut í kjölfar sigursins útgáfusamning hjá Universal auk þess sem hann mun koma fram á tónlistarhátíðinni Lollapalooza í Stokkhólmi á næsta ári.

Sigurlagið má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir