Athafnakonan Kim Kardashian situr sjálf fyrir á nokkrum myndum fyrir auglýsingu nýlegrar nærfatalínu Skims í samstarfi við tískurisann Fendi.
Á Instagram-síðu Skims má sjá fjöldan allan af myndum af Kardashian þar sem hún klæðist nærfötum úr línunni. Líkamslínur Kardashians hafa lengi þótt eftirsóknarverðar og á myndunum má sjá skorinn og flatan kvið hennar og mjótt mittið. Margir hafa velt því fyrir sér hvernig hún, sem fjögurra barna móðir, fari að því að halda sér í jafn góðu líkamlegu formi og raun ber vitni en hún hefur sagst æfa mikið. Fréttamiðillinn Daily Mail greinir frá.
Kim Kardashian stofnaði nærfatafyrirtækið Skims árið 2019 og hefur malað gull á því síðan. Hefur auðæfi hennar aukist töluvert á síðustu tveimur árum þrátt fyrir hjónaskilnaðinn við tónlistarmanninn Kanye West sem átti sér stað fyrr á þessu ári.