Ungfrú Indland, Harnaaz Sandhu var krýnd Miss Universe í Eilat í Ísrael í nótt. Fegurðarsamkeppnin hefur verið nokkuð umdeild, en þó ekki fyrir að vera fegurðarsamkeppni heldur vegna þess að hún var haldin í Ísrael að þessu sinni.
Var þetta í 70. sinn sem keppnin var haldin og var henni streymt beint í hátt í 200 löndum um heim allan.
Ungfrú Paragvæ, Nadia Ferreira, lenti í öðru sæti í keppninni og Ungfrú Suður Afríka, Lalela Mswane, lenti í því þriðja. Elísa Gróa Steinþórsdóttir tók þátt í keppninni fyrir hönd Íslands en komst ekki á pall að þessu sinni.
Þátttaka fegurðardrottninga frá mörgum ríkjum hefur verið gagnrýnd en íþrótta- og menningarmálaráðherra Suður Afríku hvatti keppendur í landinu til að taka ekki þátt í keppninni í ár og vísaði „grimmdarverka Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum“.
Hópar aðgerðasinna í Palestínu höfðu einnig hvatt fegurðardrottningar til að taka ekki þátt í keppninni í ár.
Keppendur hafa þó svarað gagnrýninni og sagði Ungfrú Mexíkó, Andrea Meza, í viðtali fyrr á þessu ári að Miss Universe væri ekki pólitísk hreyfing, né trúarhreyfing, heldur snerist hún einfaldlega um konur og hvað þær hefðu fram að færa.