Ungfrú Indland sú fegursta í umdeildri fegurðarsamkeppni

Ungfrú Indland, Harnaaz Sandhu, bar sigur úr býtum í Ísrael …
Ungfrú Indland, Harnaaz Sandhu, bar sigur úr býtum í Ísrael í nótt. AFP

Ungfrú Indland, Harnaaz Sandhu var krýnd Miss Universe í Eilat í Ísrael í nótt. Fegurðarsamkeppnin hefur verið nokkuð umdeild, en þó ekki fyrir að vera fegurðarsamkeppni heldur vegna þess að hún var haldin í Ísrael að þessu sinni.

Var þetta í 70. sinn sem keppnin var haldin og var henni streymt beint í hátt í 200 löndum um heim allan. 

Ungfrú Paragvæ, Nadia Ferreira, lenti í öðru sæti í keppninni og Ungfrú Suður Afríka, Lalela Mswane, lenti í því þriðja. Elísa Gróa Steinþórsdóttir tók þátt í keppninni fyrir hönd Íslands en komst ekki á pall að þessu sinni. 

Þátttaka fegurðardrottninga frá mörgum ríkjum hefur verið gagnrýnd en íþrótta- og menningarmálaráðherra Suður Afríku hvatti keppendur í landinu til að taka ekki þátt í keppninni í ár og vísaði „grimmdarverka Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum“.

Hópar aðgerðasinna í Palestínu höfðu einnig hvatt fegurðardrottningar til að taka ekki þátt í keppninni í ár. 

Keppendur hafa þó svarað gagnrýninni og sagði Ungfrú Mexíkó, Andrea Meza, í viðtali fyrr á þessu ári að Miss Universe væri ekki pólitísk hreyfing, né trúarhreyfing, heldur snerist hún einfaldlega um konur og hvað þær hefðu fram að færa. 

Harnaaz Sandhu.
Harnaaz Sandhu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup