Kaley Cuoco fékk reiðtúr hjá Fjölni

Kal­ey Cu­oco og Fjölnir Þorgeirsson.
Kal­ey Cu­oco og Fjölnir Þorgeirsson. Skjáskot/Instagram

Big Bang Theory-stjarn­an Kal­ey Cu­oco er við tökur á Íslandi á sjónvarpsþáttunum Flight Attendant. Hollywood-stjarnan fór á hestbak á íslenska hestinum í vikunni en Cu­oco er þekkt hestaáhugakona og gifti sig meðal annars í hesthúsi árið 2018, en er reyndar skilin í dag.

Cu­oco birti myndir á Instagram í gær þar sem hún sást klappa hestum í hesthúsi. Hún fékk síðan að fara á bak en það var enginn annar en Fjölnir Þorgeirsson sem kenndi henni á íslenska hestinn. „Takk fyrir Fjölnir fyrir íslenska reiðkennslu og mjög eftirminnilegan dag,“ skrifaði stjarnan og birti mynd af sér, Fjölni og hesti. 

Leikkonan er mikil hestakona. „Ég þurfti mikið á hestatengingu þegar ég var hér. Fann hana og vildi ekki fara. Ég er að læra að þegar þú ert langt í burtu frá heimilinu þínu og byrjar að líða illa eða finna fyrir kvíða, finndu eitthvað sem jarðtengir þig og minnir þig á heimilið þitt. Hestar. Auðvitað,“ skrifaði leikkonan á Instagram. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup