Kynnti lítið loðbarn til leiks

Jennifer Lopez fékk sér kettling á dögunum.
Jennifer Lopez fékk sér kettling á dögunum. AFP

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez kynnti nýjan fjölskyldumeðlim til leiks um liðna helgi. Nýi fjölskyldumeðlimurinn er kettlingur sem Lopez sagðist hafa ákveðið að taka að sér rétt fyrir jól en kötturinn hefur fengið nafnið Hendrix.

Lopez kynnti Hendrix fyrir aðdáendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter um helgina þar sem hún deildi myndskeiði af honum inni í stofu og mátti sjá glitta í fallega skreytt jólatré með nokkrum pökkum undir. Undir myndskeiðinu hljómaði svo jólalagið Rocking Around the Christmas Tree og því greinilegt að J.Lo er komin í hátíðarskap.

Hendrix veit sennilega ekki hversu heppinn köttur hann er en hann er líklega fullkomin viðbót við fjölskylduna. Samkvæmt frétt frá Page Six mun stjörnuparið Jennifer Lopez og Ben Affleck eyða jólunum saman ásamt börnum sínum sem þau eiga úr fyrri hjónaböndum. En líkt og frægt er orðið hófu Lopez og Affleck ástarsamband sitt á nýjan leik fyrr á árinu eftir að hafa slitið fyrri samvistum árið 2004. Mætti því segja að kötturinn Hendrix sé þeirra eina skuldbinding sem stendur en þau eiga engin börn saman. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup