Sagður hafa reynt að kyrkja kærustu sína

Devin Ratray hefur verið sakaður um að beita kærustu sína …
Devin Ratray hefur verið sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Devin Ratray, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk í Home Alone- kvikmyndunum, hefur verið sakaður um að hafa reynt að kyrkja kærustu sína og beita hana ofbeldi. 

Samkvæmt heimildum TMZ var lögregla kölluð til á Hyatt-hótel í miðborg Oklahoma-borg vegna meints heimilisofbeldis hinn 9. desember síðastliðinn. Héldu þau hvort í sína áttina eftir að lögregla var kölluð á staðinn. Hún lagði ekki fram kæru og hefur Ratray neitað ásökununum að sögn Page Six. Sagði hann þau hafa rifist þetta kvöld sem hefði leitt til þess að þau hættu saman.

Ratray fór með hlutverk Buzz McAllister, bróður aðalpersónunnar Kevins McAllister sem Macaulay Culkin túlkaði. Var hann nokkuð vinsæll barnaleikari á tíunda áratug síðustu aldar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup