Vill áfallameðferð í jólagjöf

Delilah Hamlin vill fá áfallameðferð í jólagjöf.
Delilah Hamlin vill fá áfallameðferð í jólagjöf. Skjáskot/Tiktok

Delilah Belle Hamlin, eldri dóttir raunveruleikastjarnanna Lizu Rinna og Harry Hamlin, vill fá áfallameðferð í jólagjöf frá foreldrum sínum. Hamlin, sem áður hefur opnað sig um að vera háð róandi lyfjum, birti myndbandið á Tiktok en hefur síðan læst reikningnum. 

„Óraunsæir hlutir sem mig langar í fyrir jólin: Að foreldrar mínir borgi áfallameðferð fyrir mig,“ skrifaði hin 23 ára gamla Hamlin í myndbandinu. Í öðru myndbandi grínaðist hún með andlega heilsu sína og baðst afsökunar á því að hafa verið skrítin undanfarna mánuði, því hún ætti erfitt andlega. 

Foreldrar hennar, sem eru í raunveruleikaþáttunum Real Housewives of Beverly Hills, hafa ekki svarað dóttur sinni opinberlega. 

Í nóvember opnaði Hamlin sig um að hún hefði verið að taka of stóra skammta af róandi lyfinu xanax. Lyfið tók hún við áráttu og þráhyggju sem og kvíða. Hún sagðist hafa orðið háð xanaxi og læknirinn hennar hefði skrifað upp á of stóra skammta fyrir hana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup