Mary krónprinsessa með Covid-19

Mary krónprinsessa Danmerkur hefur greinst með kórónuveiruna.
Mary krónprinsessa Danmerkur hefur greinst með kórónuveiruna. AFP

Mary krónprinsessa Danmerkur hefur greinst með kórónuveiruna, aðeins níu dögum fyrir jól. Hún er nú í sóttkví en engir aðrir í fjölskyldunni hafa greinst með veiruna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku hirðinni.

Mikil fjölgun smita hefur átt sér stað í Danmörku eins og víðar í Evrópu. Danska hirðin tekur fram að farið verði að öllu með gát og prinsessan verði í einangrun eins lengi og þörf krefur.

Krónprinsessan mun fagna fimmtugsafmæli nú í byrjun febrúar og öllu verður tjaldað til í Danmörku af því tilefni. Líklegt þykir að hátíðahöldin byrji í lok janúar þar sem opnuð verður til að mynda sýning undir heitinu „Mary and the Crown Princesses“. Í ljósi þessa er vonast til að veiran fari mildum höndum um prinsessuna.

Enginn annar úr fjölskyldu krónprinsessunnar hefur greinst með kórónuveiruna. Mary …
Enginn annar úr fjölskyldu krónprinsessunnar hefur greinst með kórónuveiruna. Mary er því ein í sóttkví nokkrum dögum fyrir jól. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup