Mary krónprinsessa Danmerkur hefur greinst með kórónuveiruna, aðeins níu dögum fyrir jól. Hún er nú í sóttkví en engir aðrir í fjölskyldunni hafa greinst með veiruna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku hirðinni.
Mikil fjölgun smita hefur átt sér stað í Danmörku eins og víðar í Evrópu. Danska hirðin tekur fram að farið verði að öllu með gát og prinsessan verði í einangrun eins lengi og þörf krefur.
Krónprinsessan mun fagna fimmtugsafmæli nú í byrjun febrúar og öllu verður tjaldað til í Danmörku af því tilefni. Líklegt þykir að hátíðahöldin byrji í lok janúar þar sem opnuð verður til að mynda sýning undir heitinu „Mary and the Crown Princesses“. Í ljósi þessa er vonast til að veiran fari mildum höndum um prinsessuna.