Slapp við fangelsi eftir ölvunarakstur

Katie Price fékk 16 vikna skilorðsbundið fangelsi.
Katie Price fékk 16 vikna skilorðsbundið fangelsi. skjáskot/Instagram

Glamúrfyrirsætan Katie Price var dæmd í 16 vikna skilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur. Fyrirsætan olli bílslysi hinn 28. september síðastliðinn og reyndist hafa keyrt undir áhrifum áfengis- og fíkniefna. 

Við dómsuppkvaðningu sagði dómarinn að hún hefði verið heppin að sleppa við fangelsisvist. 

Price sagði í færslu á Instagram um málið að hún væri miður sín fyrir að hafa ekið undir áhrifum vímuefna og að hún sé innilega þakklát fyrir að enginn hafi slasast. 

„Ég geri mér grein fyrir því að gjörðir mínar hefðu getað valdið annarri fjölskyldu skaða, ekki bara minni. Ég er núna að vinna í því að verða betri. Andleg veikindi eru falin veikindi og getur maður veikst fyrirvaralaust,“ skrifaði Price. 

Samkvæmt fréttum BBC er lögreglan í Sussex, lögregluumdæminu þar sem slysið var, að kanna möguleika sína á að áfrýja niðurstöðunni. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup