Bókin Lok, lok og læs eftir rithöfundinn Yrsu Sigurðardóttir var mest selda bókin á Íslandi vikuna 7. - 13. desember að því er fram kemur í bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Trónir hún þar yfir Sigurverki Arnalds Indriðsonar sem vermt hefur toppsætið í desember.
Sigurverk Arnalds er þó enn mestselda bók ársins, frá 1. janúar til 13. desember. Lok, lok og læs er þar í öðru sæti á meðan Úti eftir Ragnar Jónasson er þriðja mest selda bókin á árinu.
Í fjórða sæti á árinu er Lára bakar eftir tónlistarkonuna og rithöfundinni Birgittu Haukdal.
Mest seldu bækurnar vikuna 7. - 13. desember 2021
- Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir
- Sigurverkið - Arnaldur Indriðason
- Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson
- Úti - Ragnar Jónasson
- Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason
- Útkall: Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson
- Salka: Tölvuheimurinn - Bjarni Fritzson
- Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson
- Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Gunnar Helgason
- Lára bakar - Birgitta Haukdal
- Bílamenning - Örn Sigurðsson
- Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson
- Rætur: Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson
- Læknirinn í englaverksmiðjunni - Ásdís Halla Bragadóttir
- Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal
- Fjárfestinar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur
- Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal
- Horfar - Stefán Máni
- Bakað með Evu Laufey - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
- Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson