Fundu Svölu í bænum

Svala með gjöfina frá Stefanie og Sebastian.
Svala með gjöfina frá Stefanie og Sebastian.

Svala Björgvins hitti óvænt þýska aðdáendur um liðna helgi. Parið kom til Íslands til að fara á tónlistarviðburðinn „Jólagesti Björgvins“, sem verða í Laugardalshöll á morgun, þefaði söngkonuna uppi, þar sem hún var að borða á veitingastaðnum Duck & Rose í Austurstræti og færðu henni gjöf.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta var óvænt en skemmtilegt,“ segir Svala. „Allt í einu var bankað á rúðuna og þá sá ég par með viðarplatta með mynd af okkur pabba og nöfnunum okkar. Handahreyfingar þeirra bentu til þess að þau vildu að ég kæmi út og skrifaði á plattann. Ég var í miðjum málsverði, kinkaði kolli og hélt áfram að borða. Þegar ég leit upp aftur sá ég þau ekki og hugsaði með mér að þau væru farin. Því hélt ég mínu striki, borgaði fyrir mig um 40 mínútum síðar og fór út. Mér til mikillar furðu hímdu þau í kuldanum upp við vegginn og voru mjög glöð að sjá mig. Þau sögðust vera komin frá Þýskalandi til að fara á „Jólagesti Björgvins“, hefðu séð á Instagram að ég væri á leiðinni niður í miðbæ að fá mér að borða og hefðu ákveðið að láta á það reyna hvort þau fyndu mig.“

Svala áritaði mynd af sér að syngja í Júróvisjón í Úkraínu og platta fyrir parið en þáði annan eins að gjöf. „Þau sögðust vera miklir aðdáendur okkar pabba og ég sagði þeim að þau yrðu að koma baksviðs eftir tónleikana, hitta pabba og fá hjá honun áritun á plattann.“

Stefanie Brehm og Sebastian Schröder eru miklir Júróvisjónaðdáendur og dýrka Svölu og Björgvin. „„Jólagestir Björgvins“ eru bestu jólatónleikar sem ég hef séð,“ segir Sebastian, sem hefur fylgst með tónleikunum á YouTube og í beinu streymi síðan 2017. „Lagið „Þú komst með jólin til mín“ er uppáhaldslagið okkar og við förum örugglega að gráta þegar við sjáum Björgvin og Svölu syngja það.“

Sebastian segist hafa gert platta með myndum af Svölu, Björgvini, Eyþóri Inga og Jóhönnu Guðrúnu og komið með þá í þeirri von að fá þá áritaða hjá goðunum. „Reykjavík er lítill bær og mér fannst líklegt að ég rækist á þau.“ Hann hafi fyrst fylgst með Júróvisjón þegar hann hafi verið 11 ára 1995 og tengst íslenskri tónlist í keppninni 2003. „Þá byrjaði ég að hlusta á íslenska tónlist á netinu og við hlökkum mikið til tónleikanna, að sjá listafólkið.“

Svala hlakkar til að hitta parið frá Rostock aftur. Þau hafi sýnt sér mikla væntumþykju. „Þetta er yndislegt fólk og það verður gaman að syngja aftur fyrir áhorfendur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup