Lýsir óviðeigandi hegðun Noth

Zoe Lister-Jones sagði hegðun Chris Noth við tökur á Law …
Zoe Lister-Jones sagði hegðun Chris Noth við tökur á Law and Order hafa verið óviðeigandi. AFP

Leikkonan Zoe Lister-Jones segir leikarann Chris Noth hafa komið fram við hana á óviðeigandi hátt þegar þau léku saman í Law and Order. Lýsir hún því hvernig hann hafi lyktað af hálsi hennar og hvíslað því að henni að hún ilmaði vel. 

The Hollywood Reporter greindi frá því í gær að tvær konur hefðu sakað Noth um að hafa brotið á þeim kynferðislega fyrir meira en áratug síðan. Noth hefur neitað ásökununum. 

Lister-Jones segir frá því að þegar hún var á þrítugsaldrinum hafi hún unnið á skemmtistað í New York sem var í eigu Noth. „Þau fáu skipti sem hann lét sjá sig þar var hann kynferðislega óviðeigandi við annan kvenkynseiganda,“ skrifaði Lister-Jones í færslu á Instagram. 

Sama ár var hún gestaleikari í Law and Order og lék Noth einn rannsónarlögreglumannanna. 

„Hann kom drukkinn í tökur. Á meðan við tókum upp yfirheyrsluatriðið mitt var hann með 650 millilítra bjór undir borðinu sem hann drakk inn á milli. Í einni tökunni fór hann nær mér, þefaði af hálsi mínum og hvíslaði „Þú ilmar vel“. Ég sagði ekki neitt. Vinkona mín á skemmtistaðnum sagði ekki neitt. Það er sjaldgæft að við segjum eitthvað,“ skrifaði Lister-Jones. 

Hún segir sína sögu ekki vera jafn alvarlega og sögur kvennanna tveggja í THR.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir