Lýsir óviðeigandi hegðun Noth

Zoe Lister-Jones sagði hegðun Chris Noth við tökur á Law …
Zoe Lister-Jones sagði hegðun Chris Noth við tökur á Law and Order hafa verið óviðeigandi. AFP

Leik­kon­an Zoe Lister-Jo­nes seg­ir leik­ar­ann Chris Noth hafa komið fram við hana á óviðeig­andi hátt þegar þau léku sam­an í Law and Or­der. Lýs­ir hún því hvernig hann hafi lyktað af hálsi henn­ar og hvíslað því að henni að hún ilmaði vel. 

The Hollywood Report­er greindi frá því í gær að tvær kon­ur hefðu sakað Noth um að hafa brotið á þeim kyn­ferðis­lega fyr­ir meira en ára­tug síðan. Noth hef­ur neitað ásök­un­un­um. 

Lister-Jo­nes seg­ir frá því að þegar hún var á þrítugs­aldr­in­um hafi hún unnið á skemmti­stað í New York sem var í eigu Noth. „Þau fáu skipti sem hann lét sjá sig þar var hann kyn­ferðis­lega óviðeig­andi við ann­an kven­kyn­seig­anda,“ skrifaði Lister-Jo­nes í færslu á In­sta­gram. 

Sama ár var hún gesta­leik­ari í Law and Or­der og lék Noth einn rann­són­ar­lög­reglu­mann­anna. 

„Hann kom drukk­inn í tök­ur. Á meðan við tók­um upp yf­ir­heyrslu­atriðið mitt var hann með 650 milli­lítra bjór und­ir borðinu sem hann drakk inn á milli. Í einni tök­unni fór hann nær mér, þefaði af hálsi mín­um og hvíslaði „Þú ilm­ar vel“. Ég sagði ekki neitt. Vin­kona mín á skemmti­staðnum sagði ekki neitt. Það er sjald­gæft að við segj­um eitt­hvað,“ skrifaði Lister-Jo­nes. 

Hún seg­ir sína sögu ekki vera jafn al­var­lega og sög­ur kvenn­anna tveggja í THR.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Allt hefur sinn stað og stund og nú þarftu ekki annað en grípa tækifærið þegar það gefst. Vandamálin munu gufa upp og sambönd þín við yfirmenn og samstarfsfólk batna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Allt hefur sinn stað og stund og nú þarftu ekki annað en grípa tækifærið þegar það gefst. Vandamálin munu gufa upp og sambönd þín við yfirmenn og samstarfsfólk batna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant