Breski tónlistarmaðurinn Rod Stewart og sonur hans hafa játað á sig að hafa beitt öryggisvörð ofbeldi í Flórída um áramótin árið 2019. BBC greinir frá.
Stewart og sonur hans Sean voru sakaðir um líkamsárás eftir að þeim, ásamt fleirum úr fjölskyldunni, var meinaður aðgangur að einkasamkvæmi á hótelinu. Sean er sagður hafa ýtt öryggisverðinum og Rod kýlt hann í brjóstkassann.
Feðgarnir játuðu að hafa gerst sekir um „einfalda líkamsárás“.
„Það þýðir að hvorugur verður dreginn fyrir dóm eða mun þurfa að sæta fangelsisvistar, borga sekt eða fara á skilorð,“ er haft eftir lögfræðingi Stewarts en hvorugur hefur verið formlega sakfelldur að hans sögn.
Þá segir lögfræðingurinn að enginn hafi slasast í atvikinu og kviðdómur hafi ekki séð ástæðu til að gangast við því að Rod Stewart hefði gerst sekur um líkamsárás.