Þeir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sýndu á sér nýja hlið í Hraðfréttajólum sem sýnd voru á Ríkisútvarpinu á föstudag. Þar léku þeir Jón og Bryjnar í senu ásamt Fannari Sveinssyni, einum stjórnenda Hraðfréttajóla, sem minnir óneitanlega á víðfræga senu úr jólamyndinni Love Actually.
Hélt þar Fannar á bunka af skiltum og sýndi þeim Jóni og Brynjari skilaboðin á skiltunum. Þeir félagar glöddust ekki mikið yfir öllum skilaboðunum. Í lokin hljóp svo Brynjar á eftir Fannari og faðmaði hann innileg.
Þáttinn má horfa á í spilara Rúv.