Fær legstein fimm árum eftir andlát

Leiði George Michael er komið með legstein, fimm árum eftir …
Leiði George Michael er komið með legstein, fimm árum eftir andlát hans. AFP

Leiði tónlistarmannsins Georges Michael er loksins komið með legstein, fimm árum eftir andlát hans. Michael var hvað þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Wham! áður en hann sneri sér að sólóferli sínum. 

Fjölskylda tónlistarmannsins frestaði því í langan tíma að setja legstein á leiði hans vegna ótta að leiði hans yrði að vinsælum stað aðdáenda hans. 

Michael fannst látinn á heimili sínu í London á Bretlandi á jóladag árið 2016, 56 ára að aldri. Hann hvílir nú í Highgate kirkjugarðinum í London og er gröf hans merkt fæðingarnafni hans Georgios Kyriacos Panayiotou. Hann hvílir við hlið móður sinnar, Lesley og systur sinnar, Melanie, sem lést á jóladag 2019, þremur árum eftir að bróðir hennar lést.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup