Fegurðardrottningin og doktorsneminn Hulda Vigdísardóttir lenti í 5. sæti í fegurðarsamkeppninni Miss Multiverse. Úrslitakvöld keppninnar fór fram í gærkvöldi í Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu. Hulda komst í tíu manna úrslit í undanúrslitunum sem fóru fram vikuna áður.
Hin ungverska Lili Kiraly vann keppnina og var krýnd Miss Multiverse 2021. Í öðru sæti var hin norska Sara Nilsen.
„Þetta bara gerðist. Ég er enn orðlaus eftir kvöldið og hef ekki hætt að brosa. Eina sem ég get sagt á þessari stundu er TAKK. Takk, öllsömul fyrir stuðninginn og fyrir að hafa trú á mér. Það er ómetanlegt,“ skrifaði Hulda á Instagram eftir að úrslitin voru tilkynnt.