Hin óvænta og umtalaða par, athafnakonan Kim Kardashian og grínistinn Pete Davidson, nutu alls þess sem Staten Island í New York borg hefur upp á að bjóða á laugardagskvöldið. Fóru þau á fínan veitingastað og svo í kvikmyndahús að sjá nýjustu Spider-Man kvikmyndina.
Davidson, sem vinnur að þáttunum Saturday Night Live, fékk óvænt frí í vinnunni þetta kvöld en vanalega er hann í þáttunum á laugardagskvöldum. Fríið óvænta kemur þó ekki af góðu en vegna kórónuveirusmits í hópnum þurfti að fækka starfsfólki í þáttunum og engir áhorfendur við útsendingu.
Davidson, Kardashian og fyrrverandi mágur Kardashian, Scott Disick fóru fyrst á veitingastaðinn Angelinas Ristorante. Síðar sáu þau ganga í kvikmyndahús að sjá Spide-Man: No Way Home.