„Þjálfun í núvitund og innsæi“

„Ég legg mig mjög mikið fram um að reyna að vera gagnsæ sem leikstjóri,“ segir Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri og listrænn stjórnandi Loftsins og Kjallarans í Þjóðleikhúsinu, þegar hún er beðin að lýsa sér sem leikstjóra.

„Í mínum huga er mikilvægt að bera kennsl á sjálfan sig og segja hvaðan maður er að koma og hvers vegna eitthvað er að mikilvægt,“ segir Gréta Kristín og tekur fram að sér finnist líka mikilvæg að kortleggja vinnuferlið vel fyrirfram. „Hversu lengi erum við opin og skapandi og saman að búa eitthvað til og hvenær mætir Stalin einræðisherra á svæðið og tekur ákvarðanir og ber þá ábyrgð á því hvernig við á endanum gerum hlutina,“ segir Gréta Kristín og tekur fram að leikstjórn sé í raun stúdía í því hvernig best sé að halda utan um fólk, leiða vinnu hóps og veita öllum innblástur í ferlinu.

„Ég reyni að vera opin og leitandi,“ segir Gréta Kristín og tekur fram að hún sé alltaf búin að undirbúa sig vel fyrirfram og kortleggja ákveðna hluti, en vinnuferlið snúist síðan að stórum hluta um að sleppa tökunum. „Og treysta því sem gerist í vinnuferlinu og hlusta á og elta hugmyndir sem skapast í hópnum. Þetta er mikil þjálfun í núvitund og innsæi,“ segir Gréta Kristín og tekur fram að það sé margt sem leikstjórar þurfi að huga að í þessu skrítna starfi. 

„Maður þarf ekki síst bara að vera almennileg manneskja og hugsa um það hvaða orku maður kemur með inn í herbergið og hvernig maður leiðir hópinn,“ segir Gréta Kristín og tekur fram að verkfærakistan taki stöðugum breytingum. Rifjar hún upp að eitt þeirra verkfæra sem hún hlaut í námi sínu við sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands hafi verið að kynnast rússnesku aðferðinni. „Sem er sálfræðileg greiningaraðferð en líka leikstjórnaraðferð þar sem unnið er með leikurum í kringumstæðum,“ segir Gréta Kristín og bendir á að hún hafi sem sviðshöfundur og leikstjóri mikinn áhuga á sjálfsmeðvitaðu sviðsetningunni.

„Sem kemur úr þýska leikhúsinu, segja margir. Ég vil samt meina að Bertolt Brecht hafi bara farið á einhverja hinsegin klúbba sem hafi orðið honum innblástur að epíska leikhúsinu og framangervingunni,“ segir Gréta Kristín og bendir á að það séu mikil líkindi milli kenninga Brechts og hinsegin menningarinnar sem blómstraði í Þýskalandi á árunum milli stríða.

Viðtalið við Grétu Kristínu má horfa á í heild sinni í Dagmálum Morgunblaðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup