Hætt saman eftir nokkurra mánaða samband

Jason Oppenheim og Chrishell Stause eru hætt saman.
Jason Oppenheim og Chrishell Stause eru hætt saman. Skjáskot/Instagram

Fasteignasalarnir og raunveruleikastjörnurnar Chrishell Stause og Jason Oppenheim eru hætt saman en það eru aðeins fimm mánuðir síðan þau gerðu samband sitt opinbert. Stause vinnur hjá Oppenheim en fasteignasalan hans er þungamiðjan í raunveruleikaþáttunum Selling Sunset á Netflix. 

Þau greindu frá sambandsslitunum á Instagram. Þau bera mikla virðingu hvort fyrir öðru en þau hafa ekki sömu framtíðaráform. Þau gefa í skyn að barneignir hafi verið stór þáttur í sambandsslitunum. 

„Jason var og er besti vinur minn,“ sagði Stause en greindi jafnframt frá því að hugmyndir þeirra um fjölskyldur pössuðu ekki saman. „Tími er lúxus sem karlmenn hafa en konur ekki og þannig er það bara.“ Stause er fertug og barnlaus en virðist greinilega langa til þess að eignast börn. 

„Þrátt fyrir að við Chrishell séum ekki saman lengur erum við bestu vinir og munum alltaf elska og styðja hvort annað. Hún var besta kærasta sem ég hef átt,“ sagði Oppenheim meðal annars. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar