Tríóið á toppnum korter í jól

Ragnar Jónasson, Yrsa Sigurðardóttir og Arnaldur Indriðason eiga mest seldu …
Ragnar Jónasson, Yrsa Sigurðardóttir og Arnaldur Indriðason eiga mest seldu bækur 14. til 20. desember. Samsett mynd

Bækur rithöfundanna Yrsu Sigurðardóttur, Arnaldar Indriðasonar og Ragnars Jónassonar voru þrjár mest seldu bækurnar á Íslandi dagana 14. til 20. desember. Þetta kemur fram í nýútgefnum lista Félags íslenskra bókaútgefenda.

Bók Yrsu, Lok, lok og læs, var sú mest selda aðra vikuna í röð en Arnaldur og Ragnar skipa annað og þriðja sætið.

Sigurverkið eftir Arnald er þó enn söluhæsta bók landsins á árinu en Yrsa og Ragnar fylgja honum fast á hæla. 

Mest seldu bækurnar vikuna 14.-20. desember

  1. Lok, lok og læs  Yrsa Sigurðardóttir
  2. Sigurverkið  Arnaldur Indriðason
  3. Úti  Ragnar Jónasson
  4. Fagurt galaði fuglinn sá  Helgi Jónsson, Anna M. Marinósdóttir og Jón B. Hlíðberg
  5. Sextíu kíló af kjaftshöggum  Hallgrímur Helgason
  6. Orri óstöðvandi  Kapphaupið um silfur Egils  Bjarni Fritzson
  7. Útkall: Í auga fellibylsins  Óttar Sveinsson
  8. Guðni á ferð og flugi  Guðjón Ragnar Jónasson
  9. Lára bakar  Birgitta Haukdal
  10. Rætur: Á æskuslóðum minninga og mótunar  Ólafur Ragnar Grímsson
  11. Salka: Tölvuheimurinn  Bjarni Fritzson
  12. Bílamenning: Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum  Örn Sigurðsson
  13. Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja  Gunnar Helgason
  14. Horfnar  Stefán Máni
  15. Þín eigin ráðgáta  Ævar Þór Benediktsson
  16. Læknirinn í englaverksmiðjunni  Ásdís Halla Bragadóttir
  17. Fjárfestingar  Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir
  18. Lára lærir á hljóðfæri  Birgitta Haukdal
  19. Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi  Þorkell Máni Pétursson
  20. Allir fuglar fljúga í ljósið  Auður Jónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup