Bækur rithöfundanna Yrsu Sigurðardóttur, Arnaldar Indriðasonar og Ragnars Jónassonar voru þrjár mest seldu bækurnar á Íslandi dagana 14. til 20. desember. Þetta kemur fram í nýútgefnum lista Félags íslenskra bókaútgefenda.
Bók Yrsu, Lok, lok og læs, var sú mest selda aðra vikuna í röð en Arnaldur og Ragnar skipa annað og þriðja sætið.
Sigurverkið eftir Arnald er þó enn söluhæsta bók landsins á árinu en Yrsa og Ragnar fylgja honum fast á hæla.
Mest seldu bækurnar vikuna 14.-20. desember
- Lok, lok og læs – Yrsa Sigurðardóttir
- Sigurverkið – Arnaldur Indriðason
- Úti – Ragnar Jónasson
- Fagurt galaði fuglinn sá – Helgi Jónsson, Anna M. Marinósdóttir og Jón B. Hlíðberg
- Sextíu kíló af kjaftshöggum – Hallgrímur Helgason
- Orri óstöðvandi – Kapphaupið um silfur Egils – Bjarni Fritzson
- Útkall: Í auga fellibylsins – Óttar Sveinsson
- Guðni á ferð og flugi – Guðjón Ragnar Jónasson
- Lára bakar – Birgitta Haukdal
- Rætur: Á æskuslóðum minninga og mótunar – Ólafur Ragnar Grímsson
- Salka: Tölvuheimurinn – Bjarni Fritzson
- Bílamenning: Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum – Örn Sigurðsson
- Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja – Gunnar Helgason
- Horfnar – Stefán Máni
- Þín eigin ráðgáta – Ævar Þór Benediktsson
- Læknirinn í englaverksmiðjunni – Ásdís Halla Bragadóttir
- Fjárfestingar – Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir
- Lára lærir á hljóðfæri – Birgitta Haukdal
- Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi – Þorkell Máni Pétursson
- Allir fuglar fljúga í ljósið – Auður Jónsdóttir