Coldplay hættir að gefa út lög árið 2025

Breska sveitin Coldplay.
Breska sveitin Coldplay. AFP

Breska hljómsveitin Coldplay mun hætta að gefa út ný lög árið 2025. Hljómsveitin mun þó halda áfram að halda tónleika að sögn Chris Martin, söngvara hljómsveitarinnar.

Martin kom fram í viðtali í dag þar sem hann sagði að síðasta plata Coldplay muni koma út árið 2025, eftir það muni hljómsveitin einungis halda tónleika.

Coldplay gaf út níundu plötu sína í ár, Music of the Spheres, og mun hljómsveitin halda tónleikaferðalag á næsta ári með þá plötu. 

Hljómsveitin var stofnuð árið 1997 og sagði Martin í viðtalinu að lagalisti Coldplay yrði ekki lengri eftir árið 2025. 

Hann hefur áður sagt að hljómsveitin stefni á að gefa út samtals tólf plötur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup