Breska hljómsveitin Coldplay mun hætta að gefa út ný lög árið 2025. Hljómsveitin mun þó halda áfram að halda tónleika að sögn Chris Martin, söngvara hljómsveitarinnar.
Martin kom fram í viðtali í dag þar sem hann sagði að síðasta plata Coldplay muni koma út árið 2025, eftir það muni hljómsveitin einungis halda tónleika.
Coldplay gaf út níundu plötu sína í ár, Music of the Spheres, og mun hljómsveitin halda tónleikaferðalag á næsta ári með þá plötu.
Hljómsveitin var stofnuð árið 1997 og sagði Martin í viðtalinu að lagalisti Coldplay yrði ekki lengri eftir árið 2025.
Hann hefur áður sagt að hljómsveitin stefni á að gefa út samtals tólf plötur.