Timothy Larurence, eiginmaður Önnu prinsessu, er smitaður af kórónuveirunni. Prinsessan og eiginmaður hennar eru nú í einangrun á heimili sínum í Gloucestershire í tíu daga samkvæmt reglum í Bretlandi.
Prinsessan mun því ekki geta varið jólunum með móður sinn, Elísabet II Bretlandsdrottningu. Það má því með sanni segja að jólin verði óhefðbundin hjá bresku konungsfjölskyldunni sem vanalega heldur í hefðirnar.
Elísabet drottning mun ekki eyða jólunum í Sandringham líkt og vanalega heldur í Windsor kastala. Þá munu elsti sonur hennar, Karl Bretaprins, og eiginkona hans Kamilla hertogaynja eyða aðfangadegi með henni. Stefnt var að því að Anna prinsessa myndi heimsækja móður sína á jóladag, en þetta eru fyrstu jól drottningarinnar eftir andlát eiginmanns hennar, Filippusar hertoga af Edinborg.
Vilhjálmur Bretaprins, Katrín hertogaynja og börn þeirra þrjú Georg, Karlotta og Lúðvík eru sögð ætla að heimsækja drottninguna yfir jólin.