Joan Didion er látin

Bandaríski rithöfundurinn Joan Didion.
Bandaríski rithöfundurinn Joan Didion. Ljósmynd/Wikipedia.org

Bandaríski rithöfundurinn Joan Didion er látin 87 ára að aldri. Hún gerði garðinn frægan með svokallaðri „nýrri blaðamennsku“ á sjöunda áratugnum þegar hún skrifaði ritgerðir um lífið í Los Angeles-borg.

Didion lést í New York-borg úr Parkinson-veiki en frægasta rit hennar er án efa safn ritgerða hennar sem nefndist Hvíta albúmið (e. The White Album) þar sem hún fjallaði um hreyfingu svörtu hlébarðanna (e. Black Panthers) og Manson-morðin á sjöunda áratugnum. 

Joan Didion og Barack Obama.
Joan Didion og Barack Obama. AFP

Þá skrifaði Didion einnig kvikmyndahandrit ásamt eiginmanni sínum John Gregory Dunn. Hún var einnig þekkt fyrir sjálfsævisögur sínar sem fjölluðu um dauða Dunn sem lést 69 ára að aldri. 

Árið 2013 heiðraði Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Didion og árið 2017 kom út heimildarmynd á Netflix-streymisveitunni um hana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup