Bandaríska leikkonan Eva Longoria virðist vera alveg slök yfir því að jólahátíðin sé gengin í garð. Leikkonan birti mynd af sér á Instagram þar sem hún í makindum sínum naut lífsins ofan í sundlaug sem er í bakgarði heimilis hennar. Longoria, sem er orðin 46 ára, er í góðu líkamlegu formi og sýndi hún fallegar líkamslínurnar þegar hún klæddist fölbleikum sundbol.
„Svona líta jólin í Los Angeles út,“ sagði Longoria við færsluna en myndin sýndi sólskin og huggulegheit. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.
Longoria deildi einnig myndskeiði nýlega af jólaskreytingum sem fá að prýða heimilið um hátíðirnar. Má með sönnu segja að heimili hennar líti út eins og alger jóla paradís.
Þá sýndi Longoria frá ýmsum tilþrifum tengdum bakstri úr eldhúsinu í sögu á Instagram en hún og sonur hennar, Santiago Enrique, 3 ára, hjálpuðust að við brauðbakstur. Honum leiddist það ekki að fá að hnoða og fletja út brauðið.