Smitaðist af veirunni í annað sinn

Andy Cohen greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í annað sinn.
Andy Cohen greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í annað sinn. Skjáskot/Instagram

Spjallþáttastjórnandinn Andy Cohen greindi frá því að hann hefði smitast af kórónuveirunni í annað sinn á dögunum. Cohen sagði frá veikindunum í útvarpsþætti sínum Radio Andy á bandarísku útvarpsstöðinni SiriusXM.  

„Ég er svo ánægður núna að ég gæti grátið,“ sagði Cohen. „Ég fékk aftur Covid. Þess vegna var ég fjarverandi alla síðustu viku. Góðu fréttirnar eru þær að ég vaknaði í morgun og fékk neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi,“ útskýrði Cohen glaður í bragði. 

Saga Cohens er sérstök þar sem hann sagðist hafa farið í örvunarbólusetningu og orðið slappur eftir hana. Taldi hann slappleikann alfarið vera aukaverkun í kjölfar bólusetningarinnar en þegar heilsunni hafði hrakað allverulega tveimur dögum eftir örvunarskammtinn kom í ljós að um smit af Ómíkron-afbrigðinu væri að ræða. 

Samkvæmt fréttamiðlinum Page Six er Cohen nú mættur til vinnu og segist allur vera að braggast. Í mars á þessu ári greindist Cohen einnig jákvæður fyrir veirunni. Segist hann hafa verið fárveikur í það skiptið og sjúkdómseinkennin voru á borð við hita, andþyngsli, hósta, kuldahroll, vöðva- og beinverki og tap á lyktar- og bragðskyni.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup