Útvarpsstjóri les jólakveðjur á Rás 1

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri mun flytja jólakveðjur á Rás 1 í …
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri mun flytja jólakveðjur á Rás 1 í ár.

Á meðal þeirra sem lesa jólakveðjur á Rás 1 fyrir þessi jólin er Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. Auk hans munu dagskrárgerðarfólkið Una Margrét Jónsdóttir, Guðmundur Björn Þorbjörnsson, Jórunn Sigurðardóttir, Vera Illugadóttir og Þórhildur Ólafsdóttir lesa kveðjur. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins.

Þar segir að þulir Rásar 1 muni þó bera hitann og þungann af jólakveðjunum, en það eru þau Anna Sigríður Einarsdóttir, Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Guðmundur Benediktsson, Sigvaldi Júíusson og Stefanía Valgeirsdóttir.

Þykir það nokkur nýjung að dagskrárgerðarfólk og útvarpsstjóri lesi jólakveðjurnar en vanalega hafa þulirnir séð um lesturinn. 

Í ár bárust rúmlega 4.000 kveðjur og hafa aldrei borist fleiri kveðjur inn. Á síðasta ári bárust 3.300 kveðjur og höfðu þær þá aldrei verið fleiri. Jólakveðjur hafa verið lesnar í útvarpinu nánast frá stofnun Ríkisútvarpsins og í ár teygist lesturinn yfir tvo daga. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup