Jólin voru spennuþrungin og kvíðavaldandi

Díana prinsessa.
Díana prinsessa. AFP

Breska konungsfjölskyldan er vön að safnast saman í Sandringham á jólunum. Díana prinsessa varði nokkrum jólum á Sandringham þegar hún var gift Karli Bretaprinsi en jólin voru ekki alltaf gleðileg að hennar sögn. 

Þegar enginn kórónuveirufaraldur spilar inn í er stíf dagskrá hjá fjölskyldunni. Þau opna pakka á aðfangadagskvöld eins og Íslendingar og á jóladagsmorgun gengur öll fjölskyldan saman til kirkju. 

Andrew Morton skrifaði bók um Díönu árið 1992. Díana sagði Morton að jólin með konungsfjölskyldunni væru kvíðavaldandi og full af spennu. Díana hafði farið í meðferð við lystarstoli þegar fram á tíunda áratuginn var komið en veikindin gerðu af og til vart við sig í sérstökum aðstæðum. Sagði hún það sérstaklega gerast á sveitasetrum drottningarinnar í Windsor, Balmoral eða Sandringham. „Veik allan tímann,“ sagði Díana að því er fram kemur á vef People.

Díana og Karl tilkynntu skilnað árið 1992, 11 árum eftir að þau gengu í hjónaband. Skilnaður þeirra gekk í gegn árið 1996. 

„Það er þekkt að jóla­hefðirn­ar í kon­ungs­höll­inni hafa verið fólki erfiðar. Dí­ana prins­essa átti ekki alltaf góð jól og var oft að verða brjáluð í lok hátíðahald­anna. Hún er sögð hafa varið eins mikl­um tíma inni í her­bergi og hún gat til þess að forðast hátíðahöld­in,“ sagði konunglegi sérfræðingurinn Rich­ard Key í fyrra.

Breska konungsfjölskyldan á jóladag árið 2018.
Breska konungsfjölskyldan á jóladag árið 2018. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup