Kópavogsbær sendir sínar jólakveðjur með fallegu jólalagi í ár. Höfundur lagsins, „Hin fyrstu jól“, er Ingibjörg Þorbergs, við texta Kristjáns frá Djúpalæk og er lagið í flutningi Sunnu Gunnlaugsdóttur og hljómsveitar.
Píanóleikarinn og djasstónskáldið Sunna er bæjarlistamaður Kópavogsbæjar 2021 og var Ingibjörg Þorbergs, tónskáld og söngkona, gerð að heiðurslistamanni Kópavogsbæjar árið 2012, en hún lést 2019.
Hljómsveit skipa auk Sunnu þau Margrét Eir söngkona, Leifur Gunnarsson bassaleikari og Scott McLemore trommuleikari.
Hér fyrir neðan má hlusta á lagið í heild sinni en upptakan var gerð í Salnum í Kópavogi.
Kópavogsbær Jólakveðja from Kópavogsbær on Vimeo.