Fyrrverandi kona Bítils í hnapphelduna

Heather Mills fann ástina aftur.
Heather Mills fann ástina aftur. AP

Eftir erfiðan skilnað við Bítilinn Paul McCartney ætlaði hin breska Heather Mills aldrei að gifta sig aftur. Mills er búin að brjóta loforð sitt en hún er talin hafa gengið í hjónaband með unnusta sínum Mike Dickman fyrr á þessu ári. 

Parið byrjaði saman vorið 2019 en Dickman er 17 árum yngri en hin 53 ára gamla Mills. Þau kynntust í lest þar sem Mills var með dóttur þeirra McCartneys að spila Uno. „Mér finnst þú heitur, sendu mér tölvupóst,“ sagði Mills við Dicman í lok ferðarinnar og lét hann fá nánari upplýsingar. 

Mills og Dickman trúlofuðu sig rétt fyrir jól í fyrra og hefur hún sést með giftingarhring að undanförnu. Vinir hjónanna segja að þau hafi gengið í hjónaband á Maldíveyjum og var Beatrice McCartney, dóttir Mills og Pauls McCartneys, viðstödd. Brúðkaupið var allt öðruvísi hjónavígsla en þegar Mills og tónlistarmaðurinn McCartney giftu sig, þau gengu í hjónaband í kastala á Írlandi árið 2002. 

Það fór að bera á brestum í hjónabandi Mills og McCartneys eftir fjögurra ára hjónaband. Fréttir af erfiðleikum þeirra og skilnaði voru sagðar í fjölmiðlum um allan heim. Skilnaðurinn gekk loksins í gegn árið 2008 og kostaði McCartney 23 milljónir punda. 

Paul McCartney.
Paul McCartney. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup