Hatar jólin

Larry David.
Larry David. AFP

Höfundur Seinfeld, grínistinn Larry David, er þekktur fyrir sérvisku sína og auðvitað er hann einn af þeim sem þola ekki jólin. David vill vera í rútínu og þess vegna eru jólin versta hátíðin af öllum að hans mati. David greindi frá þessu í pistli á vef Air Mail

David greinir frá því að hann hafi alltaf sofið illa nóttina fyrir jóladag. Ástæðan var ekki pakkarnir heldur var hann hræddur við innbrot. „Ég hef heldur aldrei sofið vel á fullorðinsárum,“ útskýrði David en hann er lítið fyrir fjölmenn jólaboð með frændfólki á jóladag. „Ég er manneskja vanans og þoli ekki það sem truflar hina venjulegu rútínu. Þess vegna hata ég allar hátíðir en engar jafn mikið og jólin.“

Meðal þess sem fer í taugarnar á David er ömurleg jólatónlist og glataðar bíómyndir. Gjafirnar eru ekki skárri. Það að þurfa að hugsa um þær, kaupa þær og ruslið sem kemur þegar þær eru opnaðar fer í taugarnar á Curb Your Enthusiasm-stjörnunni. 

David hætti að lokum að fá boð í veislur um jólin. Hann er gyðingur og veit ekkert betra en að borða kínverskan mat á jóladag. Hann segist núna sofa mjög vel aðfaranótt jóladags.

Larry David er ekki mikill jólakall.
Larry David er ekki mikill jólakall. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirlýsingar sem gefnar eru snemma dags móta það sem eftir er vikunnar. Notaðu daginn fyrir þig, gerðu hluti sem færa þér innri frið og auka vellíðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirlýsingar sem gefnar eru snemma dags móta það sem eftir er vikunnar. Notaðu daginn fyrir þig, gerðu hluti sem færa þér innri frið og auka vellíðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir