Aðdáandi bresku konungsfjölskyldunnar, Laura-Ann Barr, viðurkenndi að hafa logið að hertogaynjunni af Sussex, Meghan Markle, án þess að hika þegar þær hittust í Belfast á Norður-Írlandi árið 2018. Fréttamiðillinn The Sun greindi frá.
Laura-Ann Barr mætti á aðalgötu Belfastborgar til að berja hertogahjónin Harry og Meghan augum skömmu eftir að þau tilkynntu trúlofun sína. Þótti henni viðeigandi að mæta með blómvönd og freista þess að geta óskað þeim til hamingju með trúlofunina.
Meghan Markle gaf sig á tal við Barr, sem afhenti Markle blómvöndinn. Þakklát og ánægð Markle þakkaði henni vel fyrir og þær tókust í hendur.
„Tíndirðu þau viriklega í garðinum þínum?“ spurði Markle með geislandi brosið að vopni. „Já,“ svaraði Barr og kinkaði kolli án þess að blikna. Markle átti ekki til orð yfir góðmennsku Barr og lét það í ljós með einlægni sinni.
Eftir að hafa eytt nokkrum árum með sektarkennd yfir lyginni hefur Barr komið hreint fram og ljóstrað því upp að blómin hafi verið keypt í breska stórmarkaðnum Tesco.
„Ég varð svo stressuð að ég bara laug,“ er haft eftir Barr.
Barr heldur úti tiktokaðgangi þar sem hún deildi myndskeiði af uppákomunni en alls hafa fjórar milljónir horft á myndskeiðið þegar þetta er skrifað.
@allthatspretty They are whatever you want them to be Meghan 🤪 ##meghan ##meghanmarkle ##royalfamily ##fyp ##royalfam
♬ original sound - Laura-Ann Barr