Þrír liðsmenn BTS með kórónuveiruna

Suðurkóreska hljómsveitin BTS.
Suðurkóreska hljómsveitin BTS. AFP

Þrír liðsmenn K-pop-hljómsveitarinnar BTS greindust sýktir af kórónuveirunni eftir tónleikaferðalag í Bandaríkjunum.

Tónleikarnir voru þeir fyrstu sem hljómsveitin hélt fyrir framan áhorfendur frá því að heimsfaraldurinn hófst.

Í yfirlýsingu frá hljómsveitinni segir að rapparinn RM og söngvararnir Jin og Suga séu með væg eða engin einkenni og séu nú í einangrun á heimilum sínum í Suður-Kóreu.

Þeir eru allir þrír fullbólusettir og hafa ekki verið í nánum samskiptum við hina liðsmenn hljómsveitarinnar eftir að þeir komu til Suður-Kóreu.

BTS varð heimsfræg eftir að lagið þeirra „Dynamite“ kom út í fyrra og varð fyrsta suðurkóreska lagið til að ná toppi bandaríska Billboard-listans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup