Cuffe Biden Owens, systursonur Joes Bidens Bandaríkjaforseta, og raunveruleikastjarnan Meghan King hafa slitið samvistum, aðeins rúmum tveimur mánuðum eftir að þau gengu í hjónaband.
Frá þessu greinir Page Six. Móðir Bidens Owens er Valerie Biden, yngri systir forsetans og pólitískur ráðgjafi.
Biden Owens og King gengu í hjónaband 11. október síðastliðinn eftir aðeins sex vikna samband. King er hvað þekktust fyrir að vera í raunveruleikaþáttunum Real Housewives of Orange County. Hún var áður gift Jim Edmonds og á með honum þrjú börn.