Segir Verbúðina endurspegla landsbyggðarfordóma

Ásmundur Friðriksson er ekki ánægður með fyrsta þáttinn af Verbúðinni …
Ásmundur Friðriksson er ekki ánægður með fyrsta þáttinn af Verbúðinni og segir mikla landsbyggðarfordóma felast í þáttunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þótt þættirnir Verbúðin, sem sýndir voru á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi, hafi fallið vel í kramið hjá íslenskum notendum á samfélagsmiðlinum Twitter þá er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ekki hrifinn af þáttunum. Hann segir þá endurspegla landsbyggðarfordóma Ríkisútvarpsins og höfuðborgarbúa.

„Í þessu framlagi Ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu er dregin upp sú mynd af fólki í sjávarplássi að þar sé meira og minna um undirmálsfólk. Toppskipstjórar séu drykkjusjúklingar sem láti troða amfetamíni í óæðri endann á sér. Samfarir þar sem ekkert er dregið undan en ljótleikinn í aðalhlutverki,“ skrifar Ásmundur í færslu á Facebook í gærkvöld. 

Ásmundur er sjálfur ættaður úr Vestmannaeyjum og veit því eitt og annað um hvernig lífið er í sjávarplássi sem reiðir sig að stórum hluta á sjávarútveginn.

Þá segir Ásmundur einnig konur lítillækkaðar með „fáránlegu stripli sem engan tilgang hefur“ og vísar þar eflaust í senuna á ballinu þar sem Súsanna nokkur baðar sig. „Er þetta menningarframlag Ríkisútvarpsins til Me too-hreyfingarinnar?“ spyr Ásmundur.

„Er ekki kominn tími til að landbyggðarrasisma menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni? Baráttumálum Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess má koma á framfæri á annan hátt en gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapandi störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið,“ skrifar Ásmundur að lokum.

Færslu Ásmundar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir