Íslensku þættirnir Verbúðin fóru í loftið í gærkvöldi á Ríkisútvarpinu og af Twitter að dæma fór fyrsti þáttur vel í Íslendinga. Þættirnir fjalla um líf nokkurra fjölskyldna í sjávarútvegi fyrir vestan, um það leyti sem kvótakerfinu er komið á.
Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason skrifuðu handritið að þáttunum sem framleiddir eru af Vesturporti. Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn, Björn Hlynur, Guðjón Davíð Karlsson og Unnur Ösp Stefánsdóttir fara með aðalhlutverk í þáttunum. Í þessum fyrsta þætti fer Ingvar E. Sigurðsson einnig með veigamikið hlutverk.
✔️mikið reykt
— Björn Teitsson (@bjornteits) December 26, 2021
✔️landsbyggðin alveg ómöguleg
✔️framhjáhöld
✔️ógeðsdrykkur/ógeðsmatvæli
✔️óhemjumikið fyllerí
✔️gríðarlegur harmur
Fullt hús í flokknum Íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 👌#verbúðin
Frábær byrjun á #verbúðin! Gott að hafa eitthvað til að hlakka til í janúar/febrúar skammdeginu. Senan með Nínu, Gísla og Selmu var stórkostlega skrifuð og leikin. Bravó!
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) December 26, 2021
#Verbuðin byrjar vel! Nína Dögg ekkert smá flott og Ingvar mjög sannfærandi. Geggjaðar senur -leitin að frostleginum... og leikmynd og tónlist gleðja ♡
— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) December 26, 2021
Persóna Nínu Daggar er íslenska konan frá upphafi vega: stanslaust að redda, gera og græja, linnulaust að laga til, láta yfir sig ganga, hrista af sér, eldfljót að hugsa og framkvæma, sópa upp, laga til, plís að hún verði sigurvegarinn í þessari sögu! #verbúðin
— Birna Anna (@birnaanna) December 26, 2021
Meira búið að gerast í einum Verbúðarþætti en 7 Ófærðarþáttum #Verbúðin
— tobbitenor (@tobbitenor) December 26, 2021
Ingvar E er svo sannfærandi alkóhólisti að mig langar aldrei til að drekka aftur #verbúðin
— 🫑Heiða🫑 (@ragnheidur_kr) December 26, 2021
Fékk mér rauðvínsglas þegar #verbúðin byrjaði en nú langar mig næstum í djammdrykk æsku minnar, mentolspritt.
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) December 26, 2021
Búin að bíða allan þáttinn eftir bæjarstjórafrúnni og það er SELMA BJÖRNS!!! 💖 #verbúðin
— Laufey Haralds (@LaufeyH) December 26, 2021
Ekki datt mér í hug að það væri hægt að gera kvótakerfi og fiskveiðar að skemmtilegu sjónvarpsefni, og hafði mjög litlar væntingar. En vel gert Vesturport, mjög gott #verbúðin
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) December 26, 2021
Ingvar E. í tremma. Takk fyrir innilega. #verbúðin
— Logi Pedro (@logipedro101) December 26, 2021