Talinn hafa fengið hjartaáfall

Kanadíski leikstjórinn Jean-Marc Vallée er talinn hafa fengið hjartaáfall á …
Kanadíski leikstjórinn Jean-Marc Vallée er talinn hafa fengið hjartaáfall á jóladag. AFP

Kanadíski leikstjórinn Jean-Marc Vallée er talinn hafa látist úr hjartaáfalli hinn 25. desember. Frá þessu greinir Deadline en andlát hans bar brátt að. 

Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að leikstjórinn hefði fundist látinn í sumarbústað sínum fyrir utan Quebecborg í Kanada 26. desember. Heimildamaður Deadline segir að hann hafi að öllum líkindum látist á jóladag en ekki fundist fyrr en daginn eftir. 

Þá var hann í óðaönn að gera allt tilbúið því hann ætlaði að taka á móti gestum hinn 26. desember. 

Vallée var 58 ára að aldri og hvað þekktastur fyrir að hafa gert kvikmyndina Dallas Buyers Club og þættina Big Little Lies.

Stjörnur úr kvikmyndaiðnaðinum hafa minnst Vallées frá því andlát hans var gert opinbert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup