Var ekki með sjálfri sér eftir skilnaðinn við Cruise

Tom Cruise og Nicole Kidman giftu sig árið 1990 og …
Tom Cruise og Nicole Kidman giftu sig árið 1990 og skildu árið 2001. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Nicole Kidman var ekki með sjálfri sér þegar hún lék rithöfundinn Virginiu Wolf í The Hours. Kidman tók að sér hlutverkið þegar hún var nýskilin við Tom Cruise. Það reyndi á Kidman að leika Wolf sem glímdi við andleg veikindi og drekkti sér. 

Verðlaunamyndin The Hours fjallar um andleg vandamál Wolf og sýnir meðal annars hvernig Wolf drekkir sér. Kidman krafðist þess að leika sjálf í atriðinu. „Ég veit ekki hvort ég hugsaði einhvern tímann um hættuna, ég lifði mig svo inn í hana,“ sagði Kidman í viðtali við BBC að því er fram kemur á Daily Mail. „Ég meina ég setti steinana í vasana og gekk í ána. Aftur og aftur.“

Myndin var tekin upp árið 2002 og þegar leikkonan lítur til baka segist hún hafa verið mjög þunglynd. „Ég held að á þessum tíma hafi ég verið fjarlæg, þunglynd, ekki stödd í mínum eigin líkama,“ sagði Kidman um líðan sína á þessum tíma. 

Ári áður en myndin var tekin upp skildu Kidman og Tom Cruise eftir 11 ára hjónaband. Saman eiga þau tvö ættleidd börn, dótturina Isabelle og soninn Connor. „Þegar það gekk ekki upp þurfti ég að grafa djúpt og vinna mig í gegnum þunglyndi. Ég sé ekki eftir neinu. Þetta var allt saman hluti af því að þroskast,“ sagði Kidman í viðtali árið 2012. 

Nicole Kidman.
Nicole Kidman. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup